Í kvöld taka KA-menn á móti Fjarðabyggð á Akureyrarvellinum. Flautað verður til leiks kl. 19:15 en Vinir Sagga ætla að hittast á
DJ-Grill klukkan fimm í dag og hefja upphitun.

Liðin mættust tvívegis í fyrra og lauk báðum þeim leikjum með 2-2 jafntefli. Fjarðabyggð eru í 9. sæti með þrjú stig
eftir þrjá leiki en KA-menn eru með fimm stig eftir þrjá leiki í 5. sæti en með sigri geta þeir komist upp í toppbaráttuna.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og sjá strákana spila, síðasti heimaleikur var mögnuð skemmtun og vonandi verður framhald
á því.
Akureyrarvöllur, 19:15 í kvöld!