KA mætir HK á morgun í æfingaleik

Strákarnir munu fara suður á morgun, sumardaginn fyrsta, og mæta úrvalsdeildarliði HK í æfingaleik sem fer fram í Kórnum og hefst hann kl. 10:30.

KA lék gegn HK í Lengjubikarnum í fyrra og töpuðu 3-0 þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson, Hörður Magnússon og Kristján Ari Halldórsson skoruðu mörk Kópavogsmanna.

Leikurinn er einungis æfingaleikur og hefst hann eins og áður segir kl. 10:30 í knattspyrnuhöllinni Kórnum í Kopavogi.

Þess má svo geta að annar flokkurinn mun leika æfingaleik gegn Þór í Boganum í kvöld og verður flautað til leiks klukkan níu.

Mynd: Baldvin Ólafsson varnarjaxl í baráttunni við HK á Kópavogsvelli sumarið 2006.