Í kvöld mættust Völsungur og Magni á Húsavíkurvelli í fyrstu umferð VISA-bikars karla en sigurliðið úr leiknum hafði dregist
gegn KA í annarri umferðinni.
Magnamenn fóru með 3-1 sigur af hólmi og mæta því KA en leikurinn er skráður sem heimaleikur

Magna og ætti því að fara fram á
Grenivík, þriðjudaginn 3. júní nk.
KA mætti Magna í bikarnum vorið 2006 og fór sá leikur fram á Nývangi en KA-menn sigruðu þar örugglega, 7-0. Hreinn Hringsson skoraði
fernu, Almarr skoraði þá sitt fyrsta mark í alvöru meistaraflokksleik og urðu þau tvö í leiknum og svo var það Jón Gunnar
Eysteinsson núverandi leikmaður Keflvíkinga sem skoraði síðasta markið.