Í kvöld leikur KA sinn annan leik í Soccerademótinu og er andstæðingurinn annar flokkur Þórs.
Leikurinn fer fram í Boganum og er flautað til leiks kl. 19:45.
KA fór með 3-0 sigur af hólmi í fyrsta leik gegn Völsungum en Þórsarar eru stigalausir eftir tap gegn Völsung og Dalvík/Reyni.