27.06.2009
Okkar menn lögðu Víking Ólafsvík í dag, sigurinn var svo sannarlega glæstur en lokatölur voru þrjú mörk KA gegn engu frá
Víking. David Disztl skoraði fyrsta og þriðja mark leiksins en Sandor Zoltan skoraði annað markið. Eftir sigurinn í dag sitja okkar menn í 3. sæti
deildarinnar með 14. stig en fyrir ofan okkur eru Haukar í 2. sæti með 16. stig og Selfoss í 1. sæti með 19. stig. Næsti leikur er á heimavelli gegn
ÍR á miðvikudag kl 19:15. Við hvetjum alla til þess að mæta og stiðja við bakið á okkar mönnum!
Nánari umfjöllun og myndir koma síðar.