KA menn í Reykjavík ætla að hittast

KA menn í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Víkingi á föstudag. Það er Eiríkur Jóhannesson KA maður sem fer fyrir hópnum. Ætla menn að hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut, á föstudagskvöldið klukkan 19:00 en leikurinn hefst kl 20:00. Við hvetjum alla KA menn í Reykjavík og bara alla KA menn sem verða staddir í Reykjavík á þessum tíma til þess að mæta og taka þátt í gleðinni!