KA menn töpuðu í Víkinni

Okkar menn þurftu því miður að líta í lægri hlut gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1 mark Víkinga gegn engu frá okkur. Nánari umfjöllun er að vænta síðar. Þess má geta að leiknum var lýst í beinni á Vefútvarpi KA sem var sett af stað í gær. Þökkum frábærar viðtökur en geysi mikil hlustun mældist þetta fyrsta kvöld og fór hún fram úr björtustu vonum.