KA sigur á Þór í síðasta leik fyrir mót

Það var blíðskaparveður er leikur KA og Þórs hófst í dag í Boganum. Leikurinn var minningarleikur um fyrrverandi formann Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2-2. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KA 5-4. Þessi leikur var síðasti æfingarleikurinn fyrir mót sem hefst í næstu viku.

Þór 2-2 KA
0-1 Oliver Jaeger
1-1 Hreinn Hringsson (Víti)
1-2 Andri Fannar Stefánsson (Víti)
2-2 Aleksander Linta (Víti)
--
3-2 Þórsarar skora
3-3 Andri Fannar skorar fyrir KA
4-3 Þórsarar skora
4-3 KA misnotar sína spyrnu
5-3 Þórsarar skora
5-4 Túfa skorar fyrir KA
6-4 Þórsarar skora
6-5 Guðmundur Óli skorar fyrir KA
6-5 Steinþór ver
6-6 Almarr skorar fyrir KA
6-6 Steinþór ver aftur
6-7 Norbert skorar og KA vinnur í bráðabana.


Steinþór
Janez, Norbert, Elmar Dan, Ingi Freyr
Dean, Guðmundur Óli, Arnar Már - Steinn
Almarr
Oliver

Bekkur: Ársæll, Arnór Egill, Magnús Blöndal, Kristinn Þór, Haukur Heiðar(Dean), Andri Fannar(Oliver), Sigurjón Fannar, Túfa(Elmar), Hjalti Már(Steinn) og Orri

Elmar Dan þurfti að fara af velli þegar innan við 10. mín voru liðnar og í hans stað kom Túfa inná. Það var ekki mikið merkilegt búið að gerast þegar að fyrsta mark leiksins lét dagsins ljós á 27. mín. En þá hitti Linta ekki boltann á vítateigslínunni og boltinn fór til Oliver Jaeger sem setti boltann fram hjá Árna í marki Þórsara. Oliver hefur æft með KA liðinu síðastliðna viku en þessi Svisslendingur hefur leikið með HK í Landsbankadeildinni. Á 32. mín var fínt spil hjá KA, Arnar Már með góðan bolta á Dean sem komst í ágætt færi en hitti boltann illa og fór boltinn til Steins sem náði ekki að gera sig mat úr því. Nokkrum mínútum síðar komst Oliver einn inn fyrir eftir að Dino hafði fleytt botlanum áfram með höfðinu. Fyrsta snerting Olivers hefði mátt vera meira í átt að markinu en engu að síður nær hann frábæru skoti, í innanverða stöngina fjær. Boltinn fer út á Arnar Már sem er fyrir opnu marki en hittir boltann mjög illa og framhjá. Á 41. mínútu fékk Lárus Orri víti eftir að Jan tók hann niður, Hreinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í hálfleiknum.

Í hálfleik tók þjálfarinn sig útaf og fékk Haukur Heiðar það starf að leysa Dean af hólmi. Þegar aðeins mínúta var liðinn á Almarr góðan sprett með boltann en skýtur loks framhjá. Stuttu síðar var fínt spil hjá KA sem endaði með skoti frá Arnari Má yfir mark Þórsara. Á 55. mín þurfti Steinþór Már tvisvar sinnum að taka á stóra sínum eftir misheppnaða sendingu í vörn KA. Á 66. mín átti Norbert fallega vippsendingu á Almarr sem var í kapphlaupi við Atla Jens og Árna markmann um boltann, Almarr náði boltanum en þeir náðu honum. Dómarinn dæmdi víti sem Andri Fannar skoraði úr. Þegar um 10 mín voru eftir átti Guðmundur Óli fínt skot. Þegar aðeins nokkrar mín voru eftir skoruðu Þórsarar úr mjög umdeildu víti. Jafntefli því niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Staðan var 4-3 Þórsurum í vil þegar að eitt víti var eftir hjá báðum liðum, Hlynur Birgis fór þá á punktinn og gat tryggt Þórsurum sigurinn, Steinþór sá þó til þess að svo var ekki en varði hann víti Hlyns í slánna og út. Næst skoraði Guðmundur Óli og því þurfti bráðabana. Steinþór gerir sér lítið til og varði víti Þórsarar af öryggi og var það Norbert sem skoraði úr síðustu spyrnu leiksins.

Um var að ræða nokkuð jafnan leik en þó ef eitthvað er KA liðið aðeins sterkara og meiri klassi yfir því. Steinþór var góður í dag, fékk reyndar á sig víti en dómarinn hefði þó sennilegast átt að dæma í hina áttina. Norbert og Ingi voru góðir í vörninni og Almarr og Dean fram á við. Það var vel staðið að öllu í kringum þennan leik og á fjölskylda Guðmundar hrós skilið fyrir vinnu sína gagnvart þessum leik.

Næsta verkefni hjá strákunum er nú eftir nákvæmlega viku þegar deildin byrjar og Fjarðabyggð kemur í heimsókn en miðað við ástand vallanna í dag er líklegt að sá leikur fari fram í Boganum.

- Aðalbjörn Hannesson

Mynd: Árni Skaptason markvörður Þórs grípur boltann í gær. -þót