Um liðna helgi fór KA með í kringum 64 stelpur á Landsbankamótið á Sauðárkrók. KA fór með stelpur úr 5.fl, 6.fl og
7.fl en mótið var er einungis fyrir stelpur.
Alls voru þetta 8 lið úr 3 flokkum sem KA tefldi fram á mótun. Það voru 2 lið í 7.fl, 3 lið í 6.fl og 3 lið í 5.fl.
Leikið var á Laugardegi og Sunnudegi og spilaði hvert lið 7-8 leiki þessa daga. Það verður að segjast að mótið gekk frábærlega
fyrir sig hjá okkur enda voru stelpurnar að standa sig mjög vel og voru að koma fram með þá hluti sem þær hafa verið að læra allan
veturinn og það sem af er sumri.
Þjálfarar flokkana voru sáttir að móti loknu og stelpurnar fóru heim með bros á vör eftir stórskemmtilegt mót.
Þjáfarar á mótuni voru þeir Örlygur Þór Helgason(5.fl kvenna) Egill Ármann Kristinsson(7.fl og 6.fl kvenna) Andri Fannar
Stefánsson(6.fl kvenna) Signý Jóhannesdóttir(7-6.fl kvenna) Helena Jónsdóttir(7-6.fl kvenna) og Karen Birna Þorvaldsdóttir(7-5.fl kvenna)
(Myndin er tekin af tindastoll.is)