Umfjöllun: Víkingur Ó. - KA

Á laugardaginn sl. mættust Víkingur Ólafsvík og KA í Ólafsvík í aftakaveðri en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma - þriðja leikinn í röð hjá KA-mönnum!

Víkingur Ó. 2 - 1 KA
0-1 Almarr Ormarsson ('57)
1-1 Brynjar Víðisson ('71)
2-1 Gísli Freyr Brynjarsson ('90+)

Umfjöllun á Fótbolta.net
Myndaveisla úr elleftu umferð fyrstu deildar
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is

Sandor

Haukur Hei. - Elmar - Janez - Ingi
Túfa
Dean M. - Norbert - Guðmundur Ó. - Steinn G.

Almarr (F)


Varamenn: Hjalti Már, Sveinn Elías(Guðmundur Óli, 83. mín), Andri Fannar, Þórður Arnar, Baldvin.

Þar sem okkar maður sunnanlands komst ekki á leikinn verður engin umfjöllun að þessu sinni en við bendum á fína umfjöllun á Fótbolta.net.

Veðrið var hrikalegt - afleitt að tapa forystunni niður - svekkjandi mark í lokin en síðast en ekki síst voru KA-menn klaufar að nýta ekki sín færi undan vindinum í fyrri hálfleiknum og einnig í síðari hálfleiknum gegn mótvindinum.

Næsti leikur er gegn Fjarðabyggð á fimmtudaginn nk. og ljóst að þar kemur ekkert annað en sigur til greina.

Mynd: Lýsandi fyrir síðustu andartök leiksins á laugardaginn - Elmar Dan svekktur en þetta er tekið í leik liðanna síðasta sumar.