Síðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum í ár fór fram á laugardaginn þegar úrvalsdeildarlið Vals kom í heimsókn.
Leikskýrsla
Riðill 1 - A deild Lengjubikars (Lokastaða)
KA 0 - 3 Valur
0-1 Viktor Unnar Illugason ('40)
0-2 Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('65)
0-3 Pétur Georg Markan ('68)
Sandor
Haukur H. - Norbert - Sigurjón - Ingi F.
Dean M. - Túfa - Andri F. (F) - Steinn G.
Guðmundur Ó.
Bjarni P.
Varamenn: Hallgrímur Mar Steingrímsson(Bjarni P., 73. mín), Haukur Hinriksson, Steinþór Már Auðunsson (M), Jakob
Hafsteinsson, Jón Heiðar Magnússon, Magnús Blöndal(Dean M., 88. mín), Orri Gústafsson(Steinn G., 73. mín)
Fyrir leikinn hafði Valsliðið unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli en KA-menn unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað tveimur þannig að fyrirfram
var búist við því að á brattann yrði að sækja hjá þeim gulklæddu.
Leikurinn hófst þó rólega, Valsmenn náðu nokkrum fyrirgjöfum sem KA-menn náðu að bægja frá en það var samt upp
úr einni svoleiðis að þeir skoruðu fyrsta markið sitt þegar Viktor Unnar Illugason fékk boltann í teignum og kiksaði boltann í
netið.
Þannig var staðan í hálfleik en KA-menn náðu ekki að skapa sér neitt almennilegt færi þó að þeir hefðu verið að
spila ágætlega úti á vellinum.
Valsmenn skoruðu síðan annað mark sitt þegar Hafþór Ægir Vilhjálmsson fékk boltann á hægri kantinum, lék inn á
völlinn og skoraði með skoti úr teignum og staðan orðin 2-0.
Örskömmu síðar kom þriðja markið en þá töpuðu KA-menn boltanum á hættulegum stað og boltinn barst til Péturs Markan
sem skoraði með góðu skoti af teigslínunni.
Þar við sat, KA-menn fengu fáein hálffæri áður en leiknum lauk en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þátttöku KA
í Deildarbikarnum þetta árið er því lokið.