KA Sigur í Kópavogi

Núna rétt í þessu var leik KA og HK að ljúka, og lokatölur urðu 3-2 þar sem ungverjinn David Disztl gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu, en þetta var önnur þrennan hans í sumar. Sigurinn þýðir það að KA endar deildina í 5.sæti,
með 35 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð og 4 á undan Þór, og þá er David Disztl 3.markahæsti leikmaður sumarsins
Smellið á "lesa meira" til að sjá úrslit annarra leikja.


Úrslit í leikjunum í dag:

14.00 Selfoss - ÍA 4:2 - Leik lokið
38. Skagamenn komast yfir á Selfossi. Andri Júlíusson skorar eftir skyndisókn, 0:1.
69. Selfyssingar fá vítaspyrnu þegar brotið er á Jóni Daða Böðvarssyni og úr henni jafnar Henning Jónasson, 1:1.
79. Selfyssingar komst yfir. Sævar Þór Gíslason skorar eftir að hafa sloppið innfyrir vörn Skagamanna, 2:1.
83. Jón Guðbrandsson skorar fyrir Selfyssinga með lausu skoti utan vítateigs, 3:1. Ljóst að 1. deildarbikarinn er þeirra.
89. Jón Guðbrandsson skorar aftur, nú með skalla eftir hornspyrnu, 4:1.
90. Pálmi Haraldsson skorar fyrir ÍA úr vítaspyrnu, 4:2.

14.00 Þór - Haukar 2:3 - Leik lokið
5. 1:0 Jóhann Helgi Hannesson kemur Þór yfir með föstu skoti eftir að Hreinn Hringsson skallaði í stöng.
40. Ásgeir  Þór Ingólfsson jafnar fyrir Hauka, 1:1.
58. Atli Sigurjónsson kemur Þór í 2:1. Aleksandar Linta skaut í þverslá úr aukaspyrnu, Atli fylgdi á eftir og skoraði með skalla.
61. Haukar voru fljótir að jafna. Úlfar Hrafn Pálsson breytti stefnu boltans þegar samherji hans skaut að marki Þórs, 2:2.
80. Ásgeir Þór Ingólfsson skorar sitt annað mark og kemur Haukum yfir, 2:3.

14.00 Víkingur R. - ÍR 4:1 - Leik lokið
32. Eftir þunga sókn Víkinga og þrjár hornspyrnur í röð skoraði Jökull Elísabetarson, 1:0.
45. Sigurður Egill Lárusson kemur Víkingi í 2:0 á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.
47. Víkingar byrja seinni hálfleik með látum. Jökull I. Elísabetarson krækir í vítaspyrnu og skorar úr henni sjálfur, sitt annað mark í leiknum, 3:0.
48. Víkingar fara hamförum. Eftir hornspyrnu og hasar skorar Chris Vorenkamp, bandaríski varnarjaxlinn, 4:0.
88. Björn Viðar Ásbjörnsson nær að koma ÍR á blað, 4:1.

14.00 Víkingur Ó. - Fjarðabyggð 1:1 - Leik lokið
47. Grétar  Örn Ómarsson kemur Fjarðabyggð yfir, 0:1.
55. Fannar Hilmarsson jafnar fyrir Víking, 1:1.

14.00 Leiknir R. - Afturelding 3:2 - Leik lokið
33. Rannver Sigurjónsson kemur Mosfellingum yfir, 0:1.
42. Aron Daníelsson jafnar fyrir Leiknismenn, 1:1. Vorbragur á leiknum, að sögn tíðindamanns mbl.is.
51. Gunnar Einarsson, miðvörður og aðstoðarþjálfari Leiknis, er rekinn af velli fyrir að mótmæla dómi full ákaft.
60. Einar Örn Einarsson kemur 10 Leiknismönnum í 2:1.
83. Halldór  K. Halldórsson skorar fyrir Leikni, 3:1.
90. Afturelding minnkaði muninn í 3:2 í uppbótartíma.