Davíð R Bjarnason
Næstu andstæðingar okkar eru Hattarmenn frá Egilsstöðum en blásið verður til leiks í kvöld kl 20.00 á Vilhjálmsvelli.
Gestgjafar okkar eru nýliðar í fyrstu deild og hefur lið fá Egilsstöðum ekki áður leikið í næst efstu deild, má ég
segja.
Þeim hefur gengið bærilega það sem af er móti og geta vel við unað stöðu liðsins eftir fimm umferðir, hafa náð fimm stigum.
Við þurfum hins vegar að bæta okkar leik eins og allir vita og ég hef fulla trú á að því einmitt í kvöld.
Í viðtali við Vikudag sem út kom í gær sagði Gulli: ,,Við vorum ekki sáttir við seinasta leik hjá okkur og
það verður allt kapp lagt á að ná betri leik gegn Hetti." Og hann heldur áfram ,,Höttur er með sterkara lið en menn bjuggust við og
við munum þurfa að hafa verulega fyrir hlutunum ef við ætlum að vinna fyrir austan."
Elmar fyrirliði er meiddur og leikur því ekki með í kvöld en Ævar sem einnig meiddist í leiknum sl. laugardag er heill og er
það vel. Brian tekur út leikbannið sem hann fékk fyrir tvö gul spjöld gegn Tindastóli og Ómar er sem fyrr frá vegna meiðsla.
Leikurinn hefst sem fyrr segir kl 20:00 í kvöld. Hann dæmir Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar verða Jóhann Óskar
Þórólfsson og Húnbogi Sólon Gunnþórsson.
Áfram KA.