Karen Birna æfir með U17 kvenna

Karen Birna Þorvaldsdóttir, leikmaður þriðja flokks kvenna, hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði kvenna.

Þjálfari liðsins er Þorlákur Árnason en hópurinn æfir tvisvar um helgina, í Kórnum og svo í Egilshöll.

Við óskum henni góðs gengis á æfingunum.

Mynd: Karen Birna á æfingu í sumar.