Karen og Helena aftur á landsliðsæfingar

Karen Birna Þorvaldsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar aðra helgina í röð í sínum aldursflokki.

Karen mun tvívegis æfa með U17 ára liðinu og Helena tvívegis með U16 en Helena er á yngra ári í þriðja flokki og Karen á því eldra.

Um síðustu helgi æfðu þær báðar með U17 ára liðinu en Helena er markvörður og Karen Birna miðjumaður.