Katrín Ásbjörnsdóttir leikmaður Þór/KA var valin í A-landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í hinum árlega Algarvebikarnum.
Katrín á að baki einn landsleik en hún gekk til liðs við Þór/KA fyrir tímabilið 2012 frá KR. Með Þór/KA varð hún Íslandsmeistari 2012 og komst með liðinu í úrslitaleik Borgunarbikarsins 2013 en beið þar lægri hlut gegn Breiðablik. Katrín hefur leikið 94 leiki í deild og bikar með KR og Þór/KA og skorað í þeim 32 mörk.
Ísland er í riðli með Kína, Noreg og Þýskalandi í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins er miðvikudaginn 5. mars gegn Þýskalandi.