Kjarnafæðismótið: 7 KA mörk gegn KF um helgina (umfjallanir)

Mads Rosenberg lék á miðjunni hjá KA í leik A-liðsins en daninn er á reynslu þessa daganna.
Mads Rosenberg lék á miðjunni hjá KA í leik A-liðsins en daninn er á reynslu þessa daganna.
Tveir KA leikir fóru fram á Kjarnafæðimótinu í fótbolta um helgina þegar KA og KA 2 mættu bæði liði KF frá Fjallabyggð, bæði lið unnu góða sigra og má segja að sigur KA 2 hafi komið talsvert á óvart en liðið sigraði 4-0. KA sigraði mjög öruggan 3-1 sigur eftir að hafa lennt 1-0 undir. Með því að smella á lesa meira má lesa umfjallanir KDN um leikina. 

KA2 4 – 0 KF 
1 – 0 Gunnar M. Gunnarsson (4.mín) 
2 – 0 Ævar Jóhannesson (29.mín) 
3 – 0 Gunnar Ö. Stefánsson (38.mín) 
4 – 0 Aksentije Milisic (53.mín) 

Í seinni leik dagsins í Kjarnafæðimótinu áttust við KA2 og KF. KF spilaði í gær gegn aðalliði KA og mátti sjá á leik þeirra að leikmenn liðsins voru þreyttir. KA2 spilaði vel skipulagðan bolta sem skilaði þeim 4-0 öruggum sigri. 

KA2 tóku leikinn í sínar hendur og skoruðu fyrsta markið á 4.mínútu eftir hornspyrnu. Gunnar Már fékk boltann á fjærstöng og skoraði örugglega. Næsta mark KA2 kom á 29.mínútu þegar Ævar Jóhannesson fékk góða sendingu inná teiginn sem hann skoraði örugglega úr. KA2 bættu við þriðja markinu á 38.mínútu þegar Ævar komst einn gegn markmanni KF en sendi boltann á Gunnar Örvar sem skoraði í autt markið. KF áttu nokkrar sóknir í fyrri hálfleiknum en þeir náðu ekki að komast í nógu góð færi og hálfleiksstaðan því 3-0. 

Þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kláruðu KA2 menn leikinn, þá fékk Aksentije boltann á teigshorninu og skaut föstu skoti sem endaði í samskeytunum fjær, óverjandi fyrir Halldór markvörð KF manna. Eftir markið skiptust liðin á að sækja en KA2 fékk áfram hættulegri færi. Á 60.mínútu átti Aksentije góða sendingu inná teig en góður skalli Ævars var varinn glæsilega af Halldóri markverði. Á 89.mínútu fékk svo Aksentije dauðafæri en skotið var vel varið. 

Maður leiksins; Aksentije Milisic 
Áhorfendur um 45



KA 3- 1 KF 
0-1 Eggert Karl Karlsson 
1-1 Ívar Ívarsson 
2-1 Ævar Ingi Jóhannsson 
3-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson

KA og KF mættust í kjarnafæðideildinni í Boganum í dag. KF komst yfir strax á 2.mínútu þá tók Páll Einarsson aukaspyrnu rétt utan við vítateig KA boltinn lak í gegnum teiginn og endaði hjá Eggerti Karlssyni sem setti boltann í netið 1-0 fyrir KF. 

KA menn voru sterkari aðili leiksins en leikmenn KF sóttu hratt á vörn KA þegar þeir unnu boltann. Á 38.mínútu jöfnuðu KA leikinn eftir að Halldór í marki KF varði vel skot frá Orra Gústafs en boltinn endaði hjá Ívari Ívarssyni sem kláraði færið vel 1-1 og var það hálfleiksstaðan. 

Yfirburðir KA voru töluverðir í seinni hálfleik án þess þó að þeir næðu að skapa sér mikið af opnum færum. Það var ekki fyrr en á 72.mínútu sem KA komst yfir, en þar var að verki Ævar Ingi Jóhannsson eftir góðan undirbúning Ómars Friðrikssonar og á 74.mínútu kom síðasta mark leiksins það skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson með góðu skoti utarlega í vítateignum 3-1 fyrir KA. 

Lítið gerðist það sem eftir lifði leiks utan þess að leikmaður KA, Kristján Óðinsson krækti sér í rautt spjald fyrir brot rétt utan teigs en ekkert kom úr spyrnunni og niðurstaðan 3-1 sigur KA. 

Maður leiksins; Milos Glogovac KF 
Áhorfendur um 60