Kjarnafæðismótið: Bæði lið KA mæta KF um helgina

Bjarki og Hallgrímur Mar verða báðir í eldlínunni um helgina ©Sævar Geir
Bjarki og Hallgrímur Mar verða báðir í eldlínunni um helgina ©Sævar Geir
Um helgina munu okkar lið leika sitt hvorn leikinn í Kjarnafæðismótinu.  Á morgun laugardag leikur KA sinn annan leik í mótinu og er mótherjinn að þessu sinni KF frá Fjallabyggð undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.

Á morgun, laugardag, leikur KA sinn annan leik í Kjarnafæðismótinu og er mótherjinn að þessu sinni KF frá Fjallabyggð undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.

Um síðustu helgi bar KA sigur úr býtum, 4-0 gegn Þór 2 þar sem Fannar Freyr Gíslason opnaði markareikning sinn hjá félaginu og skoraði 1 mark ásamt því að leggja upp 2 mörk, Bjarki Baldvinsson skoraði 2 mörk og Ívar Guðlaugur Ívarsson skoraði 1.

Í leik KA gegn KF á morgun mun danski varnartengiliðurinn Mads Rosenberg leika í gulu og bláu í fyrsta skipti en hann er á reynslu hjá félaginu þessa vikuna og verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur út inn á miðjunni.

KF hefur leikið tvo leiki á mótinu til þessa og er með 1 stig að þeim loknum, tap gegn Þór í fyrsta leik 2-0 og svo jafntefli 2-2 gegn Völsungi. Fyrrum KA-maðurinn Sigurjón Fannar Sigurðsson, sem lék á láni í fyrra hjá KF, skrifaði nýlega undir samning við félagið og er því fastlega búist við honum í hjarta varnarinnar hjá KF.

Á sunnudaginn mætir síðan KA 2 til leiks, einnig gegn Lárusi Orra og félögum í KF. Eftir 4-5 tap gegn Dalvík/Reyni um síðustu helgi eru Slobodan Milisic og félagar í 2. flokki KA staðráðnir í að gera betur gegn KF. Heimilt er að tefla fram þremur eldri leikmönnum í KA 2. flokki leika með liðinu.

Laugardagur

Kl 15:15: KA - KF Boginn

Sunnudagur

Kl 17:15: KA 2 - KF Boginn

Mætum í Bogann og styðjum við bakið á okkar mönnum! ÁFRAM KA