Stelpurnar í 3. flokki kvenna í fótbolta efna til páskabingós í sal Brekkuskóla sunnudaginn 3. mars kl. 13.30. Allur ágóði
bingósins rennur í ferðasjóð stelpnanna, sem stefna að æfingaferð erlendis í sumar. Spjaldið á 500 krónur. Vöfflur og kaffi
til sölu í hléi fyrir 350 krónur. Greiðist með reiðufé, posi verður ekki á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir!