Knattspyrna – yngri flokkar: Æfingatímar og þjálfarar í vetur

Vetraræfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hefjast fimmtudaginn 2. október nk. Æft verður í Boganum.  Nýir iðkendur eru sérstaklega boðnir velkomnir á æfingar og gefst þeim kostur á að æfa án endurgjalds í október. Sem fyrr er lögð áherslu á faglega þjálfun og að knattspyrnan er og á að vera skemmtileg.

Æfingatímar flokkanna í vetur verða sem hér segir:

8. flokkur (f. 2003 og yngri)
Þjálfari: Andri Fannar Stefánsson.
Æfingatími: Kl. 10-11 á laugardögum.

7. flokkur kvenna (f. 2001 og 2002)
Þjálfari: Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 15-16, fimmtudaga kl. 15-16 og laugardaga kl. 10-11.

7. flokkur karla (f. 2001 og 2002)
Þjálfarar: Srdjan Tufegdzig, Egill Ármann Kristinsson  og Norbert Farkas.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 15-16, fimmtudaga kl. 15-16 og laugardaga kl. 10-11.

6. flokkur kvenna (f. 1999 og 2000)
Þjálfarar: Egill Ármann Kristinsson og Srdjan Tufegdzig  
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 15-16, fimmtudaga kl. 15-16 og laugardaga kl. 10-11.

6. flokkur karla (f. 1999 og 2000)
Þjálfarar: Aðalbjörn Hannesson og Srdjan Tufegdzig.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 16-17, fimmtudaga kl. 16-17 og laugardaga kl. 11-12.

5. flokkur kvenna (f. 1997 og 1998)
Þjálfarar: Aðalbjörn Hannesson og Andri Fannar Stefánsson  
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 17-18, fimmtudaga kl. 17-18 og laugardaga kl. 10-11.

5. flokkur karla (f. 1997 og 1998)
Aðalþjálfari: Dean Edward Martin
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 16-17, fimmtudaga kl. 16-17 og laugardaga kl. 12-13.

4. flokkur kvenna (f. 1995 og 1996)
Þjálfarar: Hjörvar Maronsson og Andri Fannar Stefánsson.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 17-18, miðvikudaga kl. 20-21, fimmtudaga kl. 17-18 og laugardaga kl. 12-13.

4. flokkur karla (f. 1995 og 1996)
Þjálfarar: Pétur Ólafsson, Srdjan Tufegdzig og Norbert Farkas.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 17-18, miðvikudaga kl. 20-21, fimmtudaga kl. 17-18 og laugardaga kl. 13-14.

3. flokkur kvenna (f. 1993 og 1994)
Þjálfarar: Egill Ármann Kristinsson, Aðalbjörn Hannesson og Norbert Farkas.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 18-19, miðvikudaga kl. 20-21, fimmtudaga kl. 20-21 og laugardaga kl. 14-15.

3. flokkur karla (f. 1993 og 1994)
Þjálfari: Ásgeir Örn Jóhannsson.
Æfingatímar: Þriðjudaga kl. 18-19, miðvikudaga kl. 20-21, fimmtudaga kl. 20-21 og laugardaga kl. 11-122.

Um þjálfarana:

Aðalbjörn Hannesson er leikmaður 2. flokks KA og  hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka KA.

Arna Sif Ásgrímsdóttirer leikmaður í meistaraflokki Þór/KA og leikmaður landsliðs Íslands í sínum aldursflokki. Þetta er annar veturinn sem hún þjálfar hjá KA.

Andri Fannar Stefánssoner leikmaður meistaraflokks KA og leikmaður landsliðs Íslands í sínum aldursflokki. Hann hefur þjálfað hjá KA undanfarin tvö ár.

Ásgeir Örn Jóhannssoner lögfræðingur að mennt. Hann hefur í gegnum tíðina m.a. spilað knattspyrnu með Hvöt á Blönduósi og nú síðast Magna á Grenivík. Hann þjálfaði í nokkur ár hjá Þór og sl. vetur var hann aðalþjálfari 4. flokks kvenna hjá KA.

Dean Edward Martiner þjálfari og leikmaður meistaraflokks KA.  Hann þjálfaði yngri flokka KA hér á árum áður og tekur nú upp þráðinn þar sem frá var horfið, auk meistaraflokksþjálfunarinnar.  

Egill Ármann Kristinsson hefur undanfarin ár þjálfað bæði drengja- og stúlknaflokka undanfarin ár.

Hjörvar Maronsson hefur undanfarin ár þjálfað bæði drengja- og stúlknaflokka hjá KA.

Norbert Farkas er leikmaður meistaraflokks KA. Hann hefur ekki áður þjálfað hjá KA.

Pétur Ólafssoner reyndasti þjálfari í þjálfarateymi KA í vetur.  Hann hefur í mörg undanfarin ár þjálfað bæði karla- og kvennaflokka hjá KA. Auk þess að vera aðalþjálfari 4. flokks karla er Pétur yfirþjálfari yngri flokka KA.

Srdjan Tufegdzig er leikmaður meistaraflokks KA. Hann hefur þjálfað hjá KA undanfarin tvö ár.

Að sjálfsögðu eru svo nánari fregnir af yngriflokkastarfinu á vefsíðu yngriflokkanna sem er á slóðinni ka.fun.is.