Knattspyrnudeild semur við Gauta Gautason

Gauti Gautason og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, staðfesta samningin…
Gauti Gautason og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, staðfesta samninginn með handarbandi.

Undirritaður hefur verið samningur knattspyrnudeildar og miðvarðarins Gauta Gautasonar sem er uppalinn KA-strákur og hefur unnið sér sæti í U-17 landsliði Íslands. Samningurinn er til ársloka 2014.

Gauti Gautason er fæddur 15. mars 1996 og því sextán ára gamall. Hann var einn af lykilmönnum í sterku liði KA í þriðja flokki sl. sumar og einnig spilaði hann marga leiki í 2. flokki KA á liðnu sumri. Hann spilaði sig inn í landsliðshóp Íslands - U-17 - sem tók þátt í Norðurlandamótinu í Færeyjum í ágúst og sl. föstudag kom hann frá Möltu þar sem íslenska landsliðið spilaði í undanriðli Evrópumótsins og lenti í þriðja sæti eftir töp gegn Portúgal og Noregi en sigur á Möltu. Í öllum þremur leikjunum á Möltu var Gauti í byrjunarliði Íslands, spilaði þá til enda og stóð sig mjög vel.