Knattspyrnudeild KA opnar getraunaþjónustu!

Knattspyrnudeild KA ætlar að endurvekja getraunaþjónustuna sem hefur legið niðri um nokkurt skeið. Getraunaþjónustan verður opin á föstudagskvöldum frá klukkan 20 - 22 og á laugardögum frá klukkan 12 - 13:30. Við hvetjum alla KA menn til þess að líta við í KA - heimilinu, fá sér kaffi, tippa og spjalla um enska boltan í leiðinni. Um leið viljum við benda öllum þeim sem að eru að tippa á 1x2 og Lengjunni að ef þeir setja félagsnúmer KA 600 á getraunaseðilinn þá rennur hluti af andvirði miðans til KA!