Knattspyrnumótin að hefjast

Í vetur munu ung og efnileg ungmenni keppa undir merkjum KA á mörgum mótum. Það fyrsta er núna um helgina en þegar Goðamót 4. flokks kvenna fer fram í Boganum. 

4.-6. febrúar Goðamót fyrir 4. fl kvenna
18.-20. febrúar Goðamót fyrir 5. fl karla
25.-27. febrúar Greifamót fyrir 3. fl karla
4.-6. mars Goðamót fyrir 5. fl og 6. fl kvenna
18.-20. mars Greifamót fyrir 4. fl karla
25.-27. mars Goðamót fyrir 6. fl karla
Mánaðarmótin maí eða helgina á eftir verður Greifamót fyrir yngstu fótbolta snillingana.

Eins og sjá má verður nóg um að vera en öll þessi mót eru haldin í Boganum. 

Hérna eru heimasíður mótanna þar sem hægt er að sjá riðla og leiki hvers móts í vikunni fyrir mót.