Knattspyrnuskóli Arsenal hafinn á KA-svæðinu

Við upphaf Arsenalskólans í KA-heimilinu í morgun.
Við upphaf Arsenalskólans í KA-heimilinu í morgun.

Gleðin og eftirvæntingin skein úr andlitum á þriðja hundrað krakka sem mættir voru í KA-heimilið í morgun til þess að fá upplýsingar um Knattspyrnuskóla Arsenal, sem hófst á KA-svæðinu í dag. Sex þjálfarar frá knattspyrnuakademíu Arsenal eru mættir á svæðið til þessa að kenna krökkunum og þeim til aðstoðar er stór hópur þjálfara frá Akureyri og víðar að. Arsenalskólinn stendur fram á sunnudag.