Kristján Páll Hannesson í KA

Steinn Gunnarss. reynir að leika á Kristján Pál í leik KA og Þór í 2. flokki haustið 2007. Í baksýn …
Steinn Gunnarss. reynir að leika á Kristján Pál í leik KA og Þór í 2. flokki haustið 2007. Í baksýn má sjá Orra Gústafsson en þeir verða allir samherjar núna.
Hinn 22 ára gamli örvfætti varnarmaður, Kristján Páll Hannesson, hefur gengið til liðs við KA úr röðum Magna á Grenivík.

Kristján Páll er sem stendur staddur úti í Bandaríkjunum þar sem hann stundar nám en hann kemur til landsins þegar mótið er að byrja.

Hann getur leikið vinstra megin í vörninni og einnig á kantinum en KA hafa misst tvo menn sem léku í þeim stöðum sl. sumar þar sem Ingi Freyr er farinn til Noregs og Hjalti Már til Víkings R.

Kristján Páll lék síðasta sumar með Magna á Grenivík þar sem hann skoraði fjögur mörk í sextán leikjum en hann á einnig að baki leiki fyrir meistaraflokk Þórs en hann er uppalinn þar.