13.02.2012
Í leik Þórs 2 og KA 2 í Boganum í gærkvöld varð Bergvin Jóhannsson, einn af liðsmönnum Þórs 2, fyrir slæmum
hnémeiðslum þegar hann rann á járnstólpa utan vallarins. Var Bergvin í kjölfarið fluttur á Sjúkrahúsið á
Akureyri. Hugur knattspyrnumanna í KA er hjá Bergvini og vill knattspyrnudeild KA, þ.m.t. allir leikmenn og þjálfarar mfl. og 2. flokks félagsins, senda honum
baráttukveðjur og bestu óskir um góðan bata.