Kynning á KA-liði sumarsins í kvöld - fimmtudag - kl. 20.30

Í kvöld klukkan 20.30 blæs knattspyrnudeild KA til kynningar á KA-liðinu sem verður í eldlínunni í sumar og þar viljum við sjá sem allra flesta stuðningsmenn. Kynningin verður í KA-heimilinu.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari mfl. kk, mun fara yfir sviðið, Elmar Dan Sigþórsson, fyrirliði KA-liðsins, kynnir sína liðsmenn og Gunnar Níelsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar, hvetur menn til dáða á sinn einlæga hátt. Þá verður skrifað undir styrktarsamninga venga yngriflokkastarfsins. Boðið verður upp á veitingar.

Nú leggjast allir á eitt og styðja vel við bakið á KA-liðinu. Fyrsti kafli þess stuðnings er að láta sjá sig í KA-heimilinu í kvöld og stilla saman strengi.