Kynningarkvöld knattspyrnudeildar fimmtudagskvöldið 10. maí

Nú eru aðeins átta dagar í að flautað verði til fyrsta leiks KA í 1. deildinni, þegar við heimsækjum ÍR-inga suður yfir heiðar. Í aðdraganda knattspyrnusumarsins blæs knattspyrnudeild til kynningarkvölds í KA-heimilinu nk. fimmtudagskvöld, 10. maí, kl. 20.30

Á kynningarkvöldinu verður, eins og nafnið gefur til kynna, KA-lið sumarsins kynnt til sögunnar. Fulltrúar stjórnar knattspyrnudeildar fara yfir sviðið svo og Gunnlaugur þjálfari og fulltrúi leikmanna. Þetta er tækifærið til þess að stilla saman strengina fyrir sumarið, hittast, gleðjast og hafa gaman!

Ársmiðar á völlinn verða seldir.

Léttar veitingar í boði.

Nú mætum við öll sem eitt í KA-heimilið og sýnum strákunum okkar að þeir eiga vísan stuðning á vellinum í sumar. Þetta er ekki bara verkefni leikmanna, þjálfara, stuðningsfyrirtækja og stjórnar, hér koma allir að málum, ekki síst hinn almenni KA-maður. Nú mætum við á kynningarkvöldið og síðan á alla heimaleiki á Akureyrarvelli í sumar! Áfram KA!