Knattspyrnudeild KA efnir til kynningarkvölds vegna komandi sumars annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. maí, kl. 20.30 í KA-heimilinu.
Á kynningarkvöldinu mun Gunnlaugur Jónsson, þjálfari meistaraflokks KA, fara yfir komandi átök í sumar og hvernig hann leggur það upp.
Einnig verða leikmenn meistaraflokks kynntir og ýmislegt annað varðandi sumarið ber á góma. Ársmiðar verða seldir á kynningarkvöldinu.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir stuðningsmenn KA eru hvattir til þess að fjölmenna á kynningarkvöldið og stilla saman strengi
fyrir átök sumarsins.