Fimmtudaginn nk. fer fram kynningarkvöld hjá stuðningsmannafélaginu Vinum Sagga fyrir fótboltasumarið 2009 á sportbarnum Allanum.
Samkoman hefst kl. 20:00 en þarna verður hópnum þjappað saman og starf Vina Sagga í sumar kynnt en eins og flestir vita er fyrsti leikur tímabilsins á
sunnudaginn gegn Selfoss á útivelli og ætla Vinir Sagga að sjálfsögðu að styðja liðið í þeim leik.
Léttar veitingar verða í boði og hvetja þeir eindregið alla til að mæta og þiggja veitingar í boði Vina Sagga og stilla saman strengina
fyrir komandi fótboltasumar.
Þeir verða með nýja boli til sölu á staðnum en í boði verða tvær tegundir, ein glæný.
Bolirnir
kosta 1500kr. og ekki er posi á staðnum.
Stuðningurinn og söngvarnir hjá þeim síðasta sumar setti gríðarlega skemmtilegan svip á heimaleikina á Akureyrarvelli og þá
útileiki sem þeir sáu sér fært um að mæta í og hafa þeir sett stefnuna á ða gera enn betur í sumar og vera með
fjölmennari hóp og festa sig betur í sessi sem besta stuðningsmannafélag landsins.
Allir KA-menn hvattir til að mæta!
Myndir: Saggarnir fagna á Akureyrarvellinum síðasta sumar - Hópurinn á leið af Allanum yfir á
Akureyrarvöllinn.