Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar fer fram nk. fimmtudagskvöld í KA-heimilinu og hefst
kl. 20:30.
Að venju verður liðið kynnt, farið yfir veturinn, spáð í spilin fyrir sumarið og þar fram eftir götunum.
Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund með öðrum KA-mönnum.
Fimmtudaginn klukkan hálf níu í KA-heimilinu.
Mynd: Frá kynningarkvöldinu síðasta vor.