Landsliðskonur í heimsókn hjá yngri flokkum

Katrín með boltann í landsleik.
Katrín með boltann í landsleik.
Á morgun, föstudag, koma 2 af landsins bestu fótboltakonum í heimsókn til kvennaflokkanna hjá KA. Þetta eru þær Þóra Helgadóttir, markvörður og Katrín Ómarsdóttir. Þær eru báðar atvinnumenn hjá sænskum liðum, Þóra í Malmö og Katrín hjá Kristianstad.

13:30-14:45 Æfing hjá KA 6. og 7. flokkur kvenna
15:00-16:15 Æfing hjá KA 5. flokkur kvenna
16:45-17:15 Fyrirlestur fyrir 3. 4. og 5. flokk kvenna hjá KA
17:30-19:00 Æfing hjá KA 3. og 4. flokkur kvenna