Lára Einarsdóttir í úrtak

Lára í landsliðsferð
Lára í landsliðsferð
Lára Einarsdóttir hefur verið valinn í úrtak næstu helgi hjá U17 ára liði Íslands. 

Á laugardaginn er æfing en á sunnudaginn er æfingaleikur gegn U19 ára landsliðinu.

Lára Einarsdóttir er 15 ára miðjumaður. Lára lék 13 leiki fyrir mfl Þórs/KA í sumar, ásamt því að leika fyrir 2. fl Þórs/KA og 3. fl KA. Lára á að baki tvo landsleiki fyrir U17 ára lið Íslendinga og skoraði hún eitt mark í þeim.

Til gamans má geta að Lára var valinn besti leikmaður 3. fl KA árið 2009 en þá var hún enn gjaldgeng í 4. fl.