Lára Einarsdóttir valin í U-17 landsliðið gegn Dönum

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 kvennalandsliðsins, hefur valið Láru Einarsdóttur úr KA í landsliðshópinn sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum í Egilshöll í Reyjavík dagana 18. og 20. mars nk.

Þorlákur valdi tvo mismunandi hópa leikmanna í leikina við Dani og er Lára í þeim báðum.

Lára Einarsdóttir er fædd árið 1995. Hún spilar með meistaraflokki Þórs/KA og er einnig gjaldgeng í 2. flokk sameiginlegs liðs félaganna, enda á yngsta ári í þeim flokki.

Láru er óskað til hamingju með landsliðssætið og henni sendar óskir um gott gengi í leikjunum gegn dönskum jafnöldrum sínum.