Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 landsliðs kvenna, hefur valið KA-stelpuna Láru Einarsdóttur í liðið fyrir milliriðil Evrópumóts landsliða í Belgíu 13.-18. apríl nk.
Auk heimastúlkna eru England og Sviss í þessum milliriðli. Fyrsti leikur íslensku stúlknanna verður gegn enskum jafnöldum sínum þann 13. apríl. Efsta þjóðin kemst í fjögurra liða lokakeppni um Evrópumeistaratitilinn, en sú keppni fer fram í Sviss síðar á árinu.
KA óskar Láru innilega til hamingju með að vera valin í þennan sterka landsliðshóp Íslands.