KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir (f. 1995) og Helena Jónsdóttir (f. 1994) hafa verið valdar á úrtaksæfingar um komandi helgi í annars vegar U-17 landsliði og hins vegar U-19 landsliði kvk. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem stelpurnar eru boðaðar á landsliðsæfingar.