Lára skoraði í sínum fyrsta landsleik

Byrjunarliðið
Byrjunarliðið

U-17 landslið kvenna lék sinn annan leik í undanriðli Evrópukeppninnr í dag. Andstæðingarnir voru Búlgarar en riðillinn er einmitt leikinn í Búlgaríu. Skemmst er frá að segja að íslensku stelpunum héldu engin bönd og unnu þær glæstan 10-0 sigur. KA-stelpan Lára Einarsdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins á 24. mínútu.

Íslensku stelpurnar áttu 26 marktilraunir í leiknum  og höfðu mikla yfirburði. Í hinum leik riðilsins unnu Ítalir Litháa 7-0. Ísland og Ítalía spila því hreinan úrslitaleik á laugardaginn um sigur í riðlinum og nægir stelpunum okkar jafntefli í þeim leik. Þær hafa markatöluna 24-0 en Ítalía 11-0. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á uefa.com en leikurinn hefst kl. 13 að íslenskum tíma.

Mörk liðsins skoruðu Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (3), Aldís Kara Lúðvíksdóttir, FH (2), Hildur Antonsdóttir, Val (2), Eva Núra Abrahamsdóttir, Fylki (1), Telma Þrastardóttir, Aftureldingu (1) og Lára Einarsdóttir, KA (1).