Lára Einarsdóttir úr KA var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn með U-17 landsliðinu í vináttulandsleik í Egilshöll í gær. Okkar stelpur höfðu 2-1 sigur. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Ísland og stelpurnar bættu við öðru marki áður en þær dönsku náðu að minnka muninn. Seinni vináttulandsleikur liðanna verður í Egilshöll kl. 18 á morgun, þriðjudag.