Leik 2.flokks frestað: Fer fram mánudaginn 15. ágúst!!

Aci verður að vanda í liðinu á morgun ©Jóhann Már
Aci verður að vanda í liðinu á morgun ©Jóhann Már
Leik 2. flokks við Víking, sem fram átti að fara sunnudaginn 14. ágúst, hefur verið frestað um sólarhring og verður hann spilaður á Akureyrarvelli mánudaginn 15. ágúst kl. 17:30. Ástæða frestunarinnar er sú að Víkingar náðu ekki í lið eftir að hafa fengið 2 rauð spjöld gegn Þór sl. föstudag og meginþorrinn af liðinu var í útlöndum að skemmta sér, því var leiknum frestað þannig að Víkingar gætu náð saman í lið.  Það breytir engu fyrir KA-menn því þeir ætla sér sigur gegn toppliðinu. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Akureyrarvelli  og eru allir hvattir til að mæta og styðja strákana í baráttunni!