Enginn leikur í dag hjá strákunum hans Míló.
Fyrirhuguðum leik KA og KR í 2. flokki sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. KR-ingarnir ætluðu
að fljúga norður en vegna ösku í háloftunum úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er ekki hægt að fljúga á milli
Reykjavíkur og Akureyrar.
Þetta átti að vera fyrsti leikurinn hjá báðum liðum á tímabilinu og strákarnir búnir að bíða með mikilli
eftirvæntingu en nú verður enginn leikur hjá þeim í kvöld.
Næsti leikur hjá þeim er því á mánudaginn gegn Stjörnunni og er hann hér á Akureyri, hvort hann verður í Boganum eða
KA-velli er aftur á móti ekki búið að ákveða.