Þórsvöllur þar sem leikurinn fer fram. Mættu á völlinn!
Í kvöld leikur KA sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu. Leikurinn fer fram á Þórsvelli þar sem Akureyrarvöllur er ekki klár og vonumst
við til að sjá góða mætingu hjá KA-fólki! Liðið þarf á því að halda en strákarnir eru til alls
líklegir í sumar og byrjuðu vel með útisigri á Þrótti.
Vinir Sagga ætla að hita upp á Bryggjunni kl. 17:00 þar sem gríðarlega góð tilboð verða á veitingum og gosi en þaðan verður
haldið beint út á Þórsvöll og látið rækilega heyra í sér.
KA - Grótta, 18:00 - Þórsvöllur.
Mættu.