Arnar Már Guðjónsson - Fyrrum leikmaður KA
2-1 sigur
Einn af 2 stærstu leikjum ársins á Akureyri það er klárt mál og verður þetta hörkuleikur. Þórsararnir hafa byrjað vel en KA menn ekki alveg búnir að finna taktinn. Tilvalið tækifæri fyrir okkar menn að rífa sig í gang sem ég held að þeir nýti sér. Spái 2-1 sigri þar sem ég held að Grímsi og Gummi klári þetta með góðum mörkum.
Gunnar Torfi Hauksson - Harður KA maður
3-1 eða 3-2 sigur
Eins og í öðrum derby-viðureignum milli Akureyrarfélaganna mun barátta, fullt af spjöldum og nokkur mörk líta dagsins ljós. Vona bara að K.A. hafi betur í þetta skiptið. Allir Akureyringar sem hafa áhuga á fótbolta eiga að sjálfsögðu að mæta og hvetja sitt lið. Ég er gríðarlega ánægður að "Saggarnir " séu vaknaðir til lífsins aftur enda nauðsynlegt að hafa virka stuðningsmannasveit. Lokatölur verða 3 -1 eða 3-2 fyrir K.A.
Kristján Sturluson - Harður KA maður
3-2 sigur
Þessi leikur verður allt annað en steindautt jafntefli. Ég spái KA sigri í hörkuleik, 3-2, þar sem Jói Helga, Brian Gilmour og Dávid Disztl skora fyrir okkar menn.
Má svo til með að rifja upp orð Jóa Helga frá því fyrr í vetur, tel hann heldur betur hitta naglann á höfuðið:
“Ég vil sjá stuðningsmenn flykkjast á völlinn í sumar og láta vel í sér heyra, því það þurfa allir að leggja eitthvað að mörkum í baráttunni í sumar" látum ekki okkar eftir liggja, mætum í kvöld og látum í okkur heyra! ÁFRAM KA!
Magnús Már Einarsson - Ritsjóri Fótbolti.nen
KA 1 - 2 Þór
KA-liðið á talsvert inni í sumar en liðið nær þó ekki sigri gegn nágrönnunum að þessu sinni. Þetta verður hörkuleikur og David Disztl kemur KA yfir í og fagnar ógurlega við lítiinn fögnuð Mjölnismanna. Þórsarar eru að mínu mati með öflugasta lið deildarinnar og þeir ná að knýja fram sigur í síðari hálfleik. Robin Strömberg jafnar og Sveinn Elías Jónsson skorar síðan sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.
Sindri Kristjánsson - Harður KA maður
2-2
Ég tel að þessi leikur fari 2-2. Leikurinn fari hratt af stað og Þórsarar komist í 0-2 fyrir hálfleik - Sveinn Elías og Kristinn Þór Björnsson (báðir fyrrv. leikmenn KA) með mörkin. Gunnlaugur þjálfari tryllist af bræði í hálfleik og það mun skila sér. Jói Helga skorar tvö í seinni, annað með hægri en þar mun sitja við. Verður sanngjarnt jafntefli þegar uppi verður staðið.
Vignir Már Þormóðsson - Fyrrum formaður Knattspyrnudeildar
2-2
Ég spái 2-2 eftir harða rimmu þar sem ekkert verður gefið eftir, vonast eftir skemmtilegum og drengilegum leik og fjölda áhorfenda.
Boris Lumbana - Fyrrum leikmaður KA
2-0
KA vinnur 2-0, Brian og David skora ekkert meira um það að segja nema bara ÁFRAM KA!