Um mitt seinasta sumar byrjuðu nokkrir félagar að mæta á 2. flokks leiki og vera með læti og styðja við bakið á strákunum. Nú
í sumar ætla þeir að taka skrefið lengra og mæta einnig á meistaraflokksleiki og gera hvað þeir geta til að koma liðinu í fremstu
röð.
Forsprakkar stuðningsmannafélagsins eru Bjarni Jónasson og Siguróli Magni Sigurólason sonur Magga Siguróla sem flestir KA-menn ættu að kannast
við. Báðir eru þeir fæddir 1989 og stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. Báðir þóttu þeir nokkuð seigir
á knattspyrnuvellinum á yngri árum en eru þó báðir hættir bolta sparki og eru á fullu í Handboltanum. Þar lék
Siguróli sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í vetur, en drengurinn þykir nokkuð efnilegur milli stanganna í þeirri annars ágætu
íþrótt.
Þrátt fyrir að langt sé síðan síðasta tímabili lauk hafa strákarnir haldið sér í æfingu með því
að styðja á bakið við íshokkílið okkar Akureyringa, SA. Þar var mikil ánægja með störf þeirra og hafði Björn
Már Jakobsson þetta um Saggana að segja við Morgunblaðið í vetur:
,,Sá stuðningur sem við fengum hérna
í kvöld var mjög mikilvægur og nákvæmlega það sem við þurftum. Þessir gaurar, sem kalla sig Vini Sagga og höfðu hvað
hæst á pöllunum í kvöld."
Árangur drengjanna er ótrúlegur en hafa þeir mætt á 23 kappleiki, 18 þeirra hafa unnist, 2 jafntefli og aðeins þrjú töp. Ef
þetta er það sem koma skal þá verður ekki hægt að kvarta í sumar.
En afhverju Vinir Sagga?
,,Við byrjuðum sem Bumburnar, það féll ekki í ljúfa löð. Magnús Blöndal kom með nafnið Vinir
Sagga sem er bland af Magga Siguróla og Vinum Móða. Þá eru Vinir Sagga miklu meira töff en Vinir Magga."
Drengirnir voru stórorðið er kom að stefnu stuðningsmannafélagsins en mikill kraftur virðist vera í strákunum og eru þeir
staðráðnir í að gera sitt til að ná sem bestum úrslitum í sumar. Ætla þeir t.d. að fara á einhverja útileiki
í sumar sem sýnir hversu mikill metnaður er hjá þeim.
,,Stefnan hjá Vinum Sagga er að byrja að krafti og viðhalda þeim krafti. Við erum rauninni með tvær stefnur, önnur
stefnan er að reyna koma
liðinu sem lengst og mynda stemmningu í kringum þetta. Hin stefnan erað viðhalda þessu næstu árin og byggja alvöru stuðningsmannafélag hjá KA. Búa til alvöru kjarna í kringum
þetta KA lið, hvort sem menn eru fimm eða fimmtíu ára þá skiptir það ekki máli."
Hvað ætliði að gera til að mynda stemmningu í sumar?
,,Hittast á Allanum fyrir leiki, fá flesta sem mæta í gulu, fá sem flesta til að læra söngvana og sinna þessu
að fullum krafti. Grilla saman upp í KA heimili og fá yngri flokkanna með okkur í þetta. Ekki vera í einhverju hálfkáki eins og undanfarinn
ár. Fyrir okkur er þetta eins og vinnan okkar og við sinnum þessum af fullum krafti og gefum okkur alla í þetta."
,,Vætingarnar fyrir liðið eru einfaldar, ekki tapa heimaleik. Væntingar fyrir Vini Sagga er að bæta utan á sig og gera
þetta af alvöru stuðningsmanna bullustemningu eins og Miðjan í KR og Mafían í FH. Að lokum hvetjum við alla að mæta klukkan 4 í
KA-heimilið í dag og einnig að vera dugleg að mæta í sumar. Fjölmennum gul á völlinn í sumar. Áfram KA!"
Myndir: Í fullu fjöri á Akureyrarvellinum og Bjarni og Siguróli fremstir í flokki. Þeir mættu
á kynningarkvöld knattspyrnudeildar, kynntu starfsemi sína og enduðu á að taka lagið.
Nánar á
vefsíðu þeirra en þar ætla þeir að koma með tilkynningar um atburði og fleira.