Leikir yngriflokka nú í leikjakerfi síðunnar

Í sumar munum við hér á KA-sport reyna eftir fremsta megni að uppfæra næstu leiki og úrslit hjá yngriflokkum félagsins. Leikjakerfið er í hægrahorni síðunnar, þar er hægt að sjá næstu leiki og nýjustu úrslit skipt eftir greinum og kyni. Til þess að sjá nánari upplýsingar um hvern leik fyrir sig er hægt að smella á merkið fyrir aftan upplýsingarnar um hann sem að líkist blöðum. Þar er að finna staðsetningu, frekari upplýsingar um hvaða lið er að keppa (A,B,C....) o.s.frv. Einnig er hvetjum við þjálfara, iðkendur eða aðstandendur til að senda okkur upplýsingar um leikinn, t.d. smá umfjöllun sem hægt verður að nálgast á sama stað. Tölvupósturinn er sem fyrr siggi@ka-sport.is