Okkar menn leggja land undir fót í dag og gestgjafar verða ÍR-ingar í Breiðholtinu. Leikurinn er í 12. umferð.
Fyrir leikur okkar gegn ÍR er eftirminnilegur því þar sýndu strákarnir hvað í þá er spunnið og öruggur sigur var í ,,húsi", enda leikið í Boganum. Við þurfum á því að halda í kvöld að menn sýni sparihliðarnar aftur og eitthvað segir mér á föstudegi að svo muni verða. ÍR situr sem stendur í áttunda sæti með 14 stig, hafa sigrað í fjórum leikjum, gert tvö jafntefli og tapað sex leikjum. Markatala þeirra er 15 mörk skoruð en 21 hafa þeir fengið á sig.
ÍR-ingar hafa ágætis lið og þjálfari þeirra Guðlaugur Baldursson lætur sitt lið alltaf reyna að spila fótbolta og þeim hefur tekist það bærilega á stundum. Eiginlega má heimfæra þennan texta upp á okkar líka, en stiga söfnun okkar er minni en þeirra eins og mál standa í dag, það vitum við.
Af okkar liði er það að frétta að Hafþór Þrastarson er í leikbanni og Guðmundur Óli er meiddur, aðrir eru heilir og klárir í þennan slag.
Gulli þjálfari okkar sagði í viðtali við heimasíðuna fyrr í þessari viku: ,,Hópurinn er mjög ungur og flestir
léttir á því. Þrátt fyrir ungan aldur gera menn sér grein fyrir verkefninu framundan og eru staðráðnir í að láta
verkin tala inni á vellinum.” Þetta er heila málið, láta verkin tala inn á vellinum.
Leikurinn hefst kl 20.00 í kvöld. Vitað er að mikill áhugi er meðal keppenda frá KA á REY Cup sem fram fer um þessa helgi í Reykjavík að fjölmenna á þennan leik sem er vel. Við skorum á allt KA-fólk sem statt er sunnan heiða, að láta nú sitt ekki eftir liggja skella sér á heimavöll Í.R sem er falleggur og hvetja okkar menn til sigurs.
Dómari í kvöld verður Magnús Jón Björgvinsson. Honum til aðstoðar verða Frosti Viðar Gunnarsson og Haukur Erlingsson. Eftirlitsmaður KSÍ verður stórveiðimaðurinn Ari Þórðarson.
Áfram K.A.