Elvar Páll
KA ferðaðist suður á laugardaginn síðasta og lék gegn Keflavík, okkar menn veittu Keflvíkingunum mikla mótspyrnu og héldu í
við þá þangað til um miðbik seinni hálfleiks. Hallgrímur Mar skoraði fyrra markið og Elvar Páll það seinna, en það er
hans fyrsta fyrir félagið og má því búast við því að hann hafi verið flengdur í sturtu eftir leik
Keflavík 4 - 2 KA
1-0 Hilmar Geir Eiðsson ('7)
1-1 Hallgrimur Mar Steingrímsson ('15)
2-1 Hilmar Geir Eiðsson ('20)
2-2 Elvar Páll Sigurðsson ('24)
3-2 Andri Steinn Birgisson ('62)
4-2 Magnús Þórir Matthíasson ('87)
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og fjögur mörk litu dagsins ljós á fyrstu 24 mínútunum.
Hilmar Geir Eiðsson skoraði fyrst á sjöundu mínútu en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði með skalla eftir korter.
Hilmar Geir skoraði annað mark sitt og annað mark Keflvíkinga á tuttugustu mínútu en hann skoraði með stórglæsgilegu skoti upp í
bláhornið frá vítateigshorninu.
KA-menn náðu aftur að jafna fjórum mínútum síðar þegar Elvar Páll Sigurðsson skoraði og staðan 2-2 í
leikhléi.
Í síðari hálfleiknum náði Andri Steinn Birgisson að koma Keflvíkingum aftur yfir með skalla eftir aukaspyrnu. Magnús Þórir
Matthíasson innsiglaði síðan 4-2 sigur Keflvíkinga með flottu skoti á 87.mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður
tveimur mínútum áður.
Umfjöllun tekinn af Fotbolti.net. Sjá alla fréttina hér