David væntanlegur snemma í mars mánuði
Um helgina verður nóg að gera hjá KA mönnum ungum sem og eldri leikmönnum. kl 15:00 í dag verður flautað til leiks á Goðamóti
þórs en mótið er fyrir 5.fl karla. KA sendir þar til leiks 4 lið sem etja kappi við mörg af sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki.
Þjálfarar eru Dean Martin (m.fl þjálfari) og Egill Ármann Kristinsson
M.fl karla fer síðan til Akraness þar sem liðið spilar í Akraneshöllinni við Selfoss kl 13:00 á morgun laugardag.
KA náði ekki góðum úrslitum í síðasta leik gegn Víking R en liðið tapaði 3-0. Það hefur reynst KA mönnum erfitt fyrir
að skora í síðustu leikjum og er vonandi að það fari að skána. Að sögn Dínó hefur liðið verið að spila flottan
fótbolta og haldið boltanum vel innan liðsins en mun erfiðara hefur verið að skora fleiri mörk.
Hvað markavandræði KA varðar, þá er lausnin á leiðinni en David Disztl er væntanlegur til landsins snemma í næsta mánuði. Eins
og KA menn muna var þessi framherji iðinn við kolann seinni part síðasta sumars. Hann var lengi að koma sér í gang og finna sitt form enda koma hann
mjög seint til liðsins síðast.
Nú mun hann hafa meiri tíma til að koma sér í form og spila fleiri leiki með liðinu áður en íslandmótið byrjar.
Við hvetjum KA menn hérna fyrir norðan að leggja leið sína í Bogann um helgina og sjá upprennandi stjörn KA sem og þá sem eru fyrir
sunnan að taka laugardagsruntinn til Akraness og fylgjast með m.fl etja kappi við nýliðana í Pepsi-deild karla, Selfoss.