Á morgun leikur KA fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum þegar þeir fara suður og leika gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis í Egilshöll.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og hvetjum við alla KA-menn sunnan heiða til að

mæta í Egilshöll en vafalaust verður um hörkuleik að ræða.
Þessi lið mættust síðast á Fjölnisvelli sumarið 2007 þar sem heimamenn fóru með 4-0 sigur af hólmi og fyrr sama sumar unnu
Fjölnir einnig leik liðanna á Akureyrarvellinum.
Fjölnismenn hafa nú þegar leikið einn leik í riðlinum og það var gegn Aftureldingu en þar fóru þeir gulklæddu með 4-1 sigur af
hólmi.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Frosti Viðar Gunnarsson.