Undirbúningsmótin halda áfram og eftir svekkjandi silfur á Soccerade mótinu er komið að baráttunni í Lengjubikarnum. Með okkur í
riðli eru FH, Fjölnir, Fram, Leiknir R., Selfoss, Valur og Víkingur R. Fyrsti leikurinn fer fram um helgina og munu við sækja Víkinga heim en leikurinn mun fara fram
í Egilshöll á laugardag. Hann hefst kl 17:00 og hvetjum við alla KA menn á svæðinu til þess að mæta og styðja strákana til sigurs.
Næsti leikur verður svo á Akranesi gegn Selfoss en fyrsti heimaleikur okkar er ekki fyrr en 14. mars. Leikjaplan er hægt að sjá undir lesa meira.
lau. 20. feb. 17:00 Víkingur R. - KA -
Egilshöll
lau. 27. feb. 13:00 Selfoss - KA -
Akraneshöllin
sun. 14. mar. 18:00 KA - FH -
Boginn
sun. 21. mar. 17:00 KA - Fram -
Boginn
lau. 27. mar. 15:00 Fjölnir - KA -
Egilshöll
fim. 01. apr. 13:00 KA - Valur -
Boginn
lau. 10. apr. 13:00 KA - Leiknir R. -
Boginn