Inga Rakel fór út 15. september og kemur heim 5. janúar. Hún er á vegum svissnesku samtakanna help2kids og líkar vel að eigin sögn.
,;Nokkur lítil KA hjörtu í Malawi. Öskruðu, dönsuðu og sungu af gleði þegar þau sá þessa búninga.
Meistari Gassi, þúsund þakkir í KA heimilið frá öllum íbúum Lifuwu! Þetta sett hefur verið notað óspart síðustu mánuðina, bæði af skólakrökkum og meistaraflokksliðum þorpsins. Áfram KA!" skrifaði Inga Rakel við myndina á facebook.
Lifuwu er um 5000 manna þorp og eru 7-8 fótboltalið í því. Inga Rakel segir að það elski allir fótbolta þarna en og það geti verið erfitt fyrir Íslending að spila fótbolta alla daga þar sem hitinn fer varla undir 30 gráður.
Flott framtak og gaman að sjá lið í KA-búningum í annari heimsálfu.